Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson
„Ég hef verið að taka víti allt mitt líf. Það var frábært að ná sigri hérna,“ sagði Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem fagnaði 31 árs afmæli sínu með því að tryggja Norrköping 2:1 sigur á Mjällby í gær með marki úr vítaspyrnu í 1.

„Ég hef verið að taka víti allt mitt líf. Það var frábært að ná sigri hérna,“ sagði Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem fagnaði 31 árs afmæli sínu með því að tryggja Norrköping 2:1 sigur á Mjällby í gær með marki úr vítaspyrnu í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Gunnar Heiðar varð næstmarkahæstur í deildinni á síðustu leiktíð með 17 mörk í 29 leikjum.

Garðbæingurinn Guðjón Baldvinsson var einnig á skotskónum en hann skoraði mark nýliða Halmstad í góðu 1:1 jafntefli við Malmö á útivelli. Þá lagði Helgi Valur Daníelsson upp mark í 2:2 jafntefli AIK við Elfsborg. sindris@mbl.is