[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kiel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar vann risaslaginn gegn Hamburg, 30:27, í þýsku 1. deildinni í handbolta á laugardaginn og náði með því fjögurra stiga forystu á toppnum í bili.

Kiel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar vann risaslaginn gegn Hamburg, 30:27, í þýsku 1. deildinni í handbolta á laugardaginn og náði með því fjögurra stiga forystu á toppnum í bili. Kiel var yfir í hálfleik 13:11, og hafði leikinn í hendi sér allan seinni hálfleikinn. Stórskyttan Filip Jicha var markahæstur hjá Kiel með átta mörk en Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk og Guðjón Valur Sigurðsson eitt. Króatíski leikstjórnandinn Domagoj Duvnjak hjá Hamburg var markahæstur á vellinum með níu mörk.

Íslendingaliðin Magdeburg og Rhein-Neckar Löwen skildu jöfn, 20:20, í gær þegar þau mættust í Bördeland-höllinni í Magdeburg.

Björgvin Páll Gústavsson stóð í marki Magdeburg stóran hluta leiksins og varði síðasta skot Löwen í lokin, frá Andy Schmied . Alexander Petersson var markahæstur hjá Löwen með 6 mörk og Stefán Rafn Sigurmannsson gerði eitt en hann jafnaði metin í 20:20 einni og hálfri mínútu fyrir leikslok.

R únar Kárason skoraði 7 mörk fyrir Grosswallstadt sem tapaði 26:24 fyrir Minden á útivelli og er enn illa statt við botn deildarinnar. Sverre Jakobsson , fyrirliði Grosswallstadt, skoraði ekki.

Emsdetten er áfram á mikilli siglingu í átt að efstu deild þýska handboltans og vann á laugardag sigur á Empor Rostock, 29:28, á heimavelli. Emsdetten er því áfram með fjögurra stiga forystu í B-deildinni og er ellefu stigum á undan fjórða liði en þrjú þau efstu vinna sér sæti í efstu deild. Íslendingarnir í Emsdetten létu mikið að sér kveða og skoruðu nær helming markanna. Ernir Hrafn Arnarson átti stórleik og skoraði 9 mörk og Ólafur Bjarki Ragnarsson gerði 5.