Paolo Di Canio
Paolo Di Canio
Ítalinn Paolo Di Canio sem gerði garðinn frægan á árum áður sem leikmaður Sheffield Wednesday og West Ham er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina en hann var á páskadag ráðinn stjóri Sunderland.

Ítalinn Paolo Di Canio sem gerði garðinn frægan á árum áður sem leikmaður Sheffield Wednesday og West Ham er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina en hann var á páskadag ráðinn stjóri Sunderland.

Ráðningin á hinum skrautlega Di Canio var ekki lengi að valda usla því breski þingmaðurinn David Miliband sagði um leið af sér sem stjórnarmaður hjá félaginu vegna pólitískra yfirlýsinga Di Canio á árum áður. Hefur Ítalinn opinberlega sagst vera fasisti.

FARE, samtök gegn kynþáttaníði í fótboltaheiminum, heimtuðu svo útskýringar á ummælum Di Canios. tomas@mbl.is