Benigno Aquino
Benigno Aquino
Benigno Aquino, forseti Filippseyja, synjaði á mánudag lögum staðfestingar sem hefðu fellt úr gildi hæðartakmarkanir fyrir lögregluþjóna, slökkviliðsmenn og fangaverði.

Benigno Aquino, forseti Filippseyja, synjaði á mánudag lögum staðfestingar sem hefðu fellt úr gildi hæðartakmarkanir fyrir lögregluþjóna, slökkviliðsmenn og fangaverði.

Samkvæmt núgildandi reglum eru gerðar kröfur um að karlmenn sem sinna þessum störfum séu að lágmarki 163 cm á hæð og konur 157 cm. Nýju lögin voru samþykkt á þinginu en talskona Aquino, Abigail Valte, sagði forsetann þeirrar skoðunar að fólk í ákveðnum störfum þyrfti að vera af ákveðinni stærð.

„Ef þú þarft að bjarga einhverjum úr brennandi húsi eða hafa eftirlit með föngum þá þarftu að búa yfir ákveðnum líkamlegum eiginleikum. Slíkt er eðli þessara starfa og þetta er ekki mismunun.“

Hún benti á að undanþágur væru veittar og að lágvaxið fólk fengi að sinna störfunum að því gefnu að það hefði einhverja sérstaka hæfileika fram að færa.