Sarah Smiley
Sarah Smiley
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí hóf í gær keppni í B-riðli 2. deildar heimsmeistarakeppninnar en riðillinn er spilaður á Spáni. Ísland fór mjög vel af stað og vann Suður-Afríku örugglega 5:1.

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí hóf í gær keppni í B-riðli 2. deildar heimsmeistarakeppninnar en riðillinn er spilaður á Spáni. Ísland fór mjög vel af stað og vann Suður-Afríku örugglega 5:1.

Íslensku landsliðskonurnar mættu greinlega ákafar til leiks því þær skoruðu tvö mörk á fyrstu mínútu leiksins. Thelma Guðmundsdóttir skoraði eftir 40 sekúndur eftir stoðsendingu frá Birnu Baldursdóttur. Kristín Ingadóttir skoraði annað mark Íslands á 56. sekúndu eftir undirbúning Steinunnar Sigurgeirsdóttur og Söruh Smiley.

Sarah bætti við þriðja markinu á 8. mínútu eftir stoðsendingu frá Guðrúnu Blöndal og fjórða markið leit dagsins ljós á 11. mínútu en það skoraði Jónína Guðbjartsdóttir. Sara og Arndís Sigurðardóttir áttu stoðsendingar.

Lið Suður-Afríku minnkaði muninn í 4:1 í fyrsta leikhluta og þannig var staðan að honum loknum. Ekkert mark var skorað í öðrum leikhluta en Birna skoraði síðasta mark leiksins á 45. mínútu.

Fín byrjun hjá íslenska liðinu sem er stýrt af Dananum Lars Foder en í riðli Íslands leika einnig Spánn, Belgía, Króatía og Suður-Kórea.

kris@mbl.is