Dvöl Um 20 hælisleitendur dvelja að jafnaði á gistiheimilinu Fit.
Dvöl Um 20 hælisleitendur dvelja að jafnaði á gistiheimilinu Fit. — Morgunblaðið/RAX
Þjónustusamningur um þjónustu við hælisleitendur milli innanríkisráðuneytisins og Reykjanesbæjar sem renna átti út í gær hefur verið framlengdur til 1. júní.

Þjónustusamningur um þjónustu við hælisleitendur milli innanríkisráðuneytisins og Reykjanesbæjar sem renna átti út í gær hefur verið framlengdur til 1. júní. „Bæjarráð samþykkti á fundi tillögu í erindi frá innanríkisráðherra um frestun,“ segir Hjördís Árnadóttir framkvæmdastjóri fjölskyldu- og félagsþjónustusviðs Reykjanesbæjar. Ákvörðun um framhald vistunar hælisleitenda í Reykjanesbæ verður því tekin í sumarbyrjun, en bæjarstjórnin hefur kvartað undan því að aðeins eitt bæjarfélag sinni þjónustu við hælisleitendur sem fjölgað hefur mjög á síðustu árum. Fyrirkomulagið helst óbreytt fram til 1. júní. „Við höldum áfram að þjónusta og taka á móti hælisleitendum fram til þess dags með stuðningi frá ráðuneytinu, en nú með þeirri forsendu að um tímabundið úrræði sé að ræða,“ segir Hjördís. Að hennar sögn hefur fjöldi hælisleitenda nýlega dregist saman eftir mikla fjölgun undanfarið. Hún er bjartsýn á framhaldið. „Þetta leysist að lokum, innanríkisráðherra hefur skipað verkefnastjóra með verkefninu svo að áætlun gangi eftir,“ segir hún. Hjördís segist ekki geta sagt fyrir um hvert framhaldið verði eftir að frestun rennur út. „Við teljum þó eðlilegt að fleiri bæjarfélög sinni þessu hlutverki,“ segir hún.

gudrunsoley@mbl.is