Sigur D.A. Points fagnaði sigrinum gríðarlega enda aðeins hans annar á PGA-mótaröðinni. Hann fékk 1,1 milljón dollara í verðlaunafé.
Sigur D.A. Points fagnaði sigrinum gríðarlega enda aðeins hans annar á PGA-mótaröðinni. Hann fékk 1,1 milljón dollara í verðlaunafé. — AFP
Bandaríkjamaðurinn D.A. Points bar sigur úr býtum á opna Shell Houston-mótinu í golfi sem kláraðist í Texas á sunnudaginn en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni.

Bandaríkjamaðurinn D.A. Points bar sigur úr býtum á opna Shell Houston-mótinu í golfi sem kláraðist í Texas á sunnudaginn en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni.

Points vakti mikla athygli á mótinu eftir að hann upplýsti að hann væri að nota pútter móður sinnar.

Hann greip til þeirra örþrifaráða þegar honum fannst ekkert ganga upp á flötunum. Og pútterinn hennar mömmu klikkaði ekki á ögurstundu því Points þurfti að setja niður fjögurra metra pútt á 18. flöt til að bjarga pari og vinna mótið.

Hann setti niður púttið og fagnaði öðrum sigri sínum á mótaröðinni gífurlega.

Points lauk keppni á 16 undir pari en Svíinn Henrik Stenson og Bandaríkjamaðurinn Billy Horschel urðu jafnir í öðru sæti á 15 höggum undir pari.

Points var fyrstur eftir fyrsta hring en gekk ekki jafn vel á öðrum og þriðja sem hann fór báða á 71 höggi. Lokahringinn fór hann svo á 66 höggum sem dugði til sigurs.

Sigurinn tryggir Points tveggja ára veru á PGA-mótaröðinni, 500 stig í FedEx-bikarnum og þátttökurétt á Masters-risamótinu. Hann flaut 1,1 milljón dollara í verðlaunafé fyrir sigurinn.

„Þetta er búið að vera mjög erfitt ár. En maður er alltaf til í að fá eitt pútt til að vinna mót. Mér fannst ég aldrei úr leik á þessu móti,“ sagði D.A. Points. tomas@mbl.is