Ný framfærsluviðmið hafa tekið gildi fyrir útlendinga sem sækja um dvalarleyfi en þeir þurfa að sýna fram á að framfærsla þeirra sé trygg þann tíma sem þeir sækja um að dvelja hér á landi.

Ný framfærsluviðmið hafa tekið gildi fyrir útlendinga sem sækja um dvalarleyfi en þeir þurfa að sýna fram á að framfærsla þeirra sé trygg þann tíma sem þeir sækja um að dvelja hér á landi.

Lágmarksframfærsla er miðuð við útgefinn framfærslustuðul velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, að því er segir á vef Útlendingastofnunar. Lágmarksframfærsla einstaklings er 163.635 kr. á mánuði og lágmarksframfærsla tveggja manna fjölskyldu er 245.453 kr. á mánuði.

Börn yngri en 18 ára eru á framfæri foreldra sinna.

Veitt er undanþága fyrir einstaklinga sem koma til landsins sem börn. Þeir geta verið á framfæri foreldra sinna til 20 ára aldurs svo framarlega sem þeir eru í námi.