Lamborghini hikar ekki lengur með sportjeppann Urus.
Lamborghini hikar ekki lengur með sportjeppann Urus.
Að smíða eða smíða ekki sportjeppann Urus hefur verið að velkjast fyrir stjórnendum Lamborghini. Bíllinn var kynntur til sögunnar á sýningu í Peking snemma árs í fyrra en er nær leið áramótum virtist ítalski bílsmiðurinn gerast afhuga jeppanum.

Að smíða eða smíða ekki sportjeppann Urus hefur verið að velkjast fyrir stjórnendum Lamborghini. Bíllinn var kynntur til sögunnar á sýningu í Peking snemma árs í fyrra en er nær leið áramótum virtist ítalski bílsmiðurinn gerast afhuga jeppanum.

En með hækkandi sól hefur nú verið ákveðið að ráðast í smíði Urus en hann er þó ekki boðaður á götuna fyrr en árið 2016. Hverjar ástæðurnar eru fyrir þessum skjótu sinnaskiptum liggur ekki fyrir, en víst er að aðdráttarafl Urus var mikið á bílasýningunni í Peking þar sem hugmyndabíllinn kom fyrst fyrir sjónir manna.

Grind úr kolvetni og stáli

Væntingar stjórnenda Lamborghini til bílsins voru miklar og nú hefur trú þeirra á verkefnið vaxið aftur. Er miðað við að hönnun hans verði lokið í ár og eftir það taki við smíði frumgerðar til prófunar og frekari þróunar.

Hermt er að Urus verði byggður upp á sama MLB-undirvagni og aðrir fjórdrifsbílar Volkswagen-samsteypunnar; Porsche Cayenne, Volkswagen Touareg og Audi Q7. Grindin og byrðingurinn verða byggð með nýstárlegu sniði úr koltrefjum og áli.

agas@mbl.is