Hluti nemenda skólans í Jaranwala.
Hluti nemenda skólans í Jaranwala.
Heilsu- og góðgerðarhlaup Borgarholtsskóla fer fram á morgun, miðvikudag, en þá ætla bæði nemendur og starfsmenn skólans að hlaupa, hjóla eða ganga 8 km langan hring til góðs.

Heilsu- og góðgerðarhlaup Borgarholtsskóla fer fram á morgun, miðvikudag, en þá ætla bæði nemendur og starfsmenn skólans að hlaupa, hjóla eða ganga 8 km langan hring til góðs.

Árið 2006 söfnuðu nemendur og starfsfólk Borgarholtsskóla peningum með áheitum til að byggja skóla í Pakistan, í Jaranwala. Var þetta í tilefni af 10 ára afmæli Borgarholtsskóla. Peningum var safnað með ýmiss konar áheitum á afmælisárinu og á vordögum 2007 reis skólinn og var tekinn í notkun strax. Enn vantar stuðningsaðila fyrir 291 barn við skólann í Jaranwala en aðeins 95 af 386 börnum sem nú stunda þar nám í skólanum eru komin með stuðningsaðila. Því langar nemendur og starfsfólk að taka sig saman og safna fyrir þessi börn.