Sigursælir málaliðar.

Sigursælir málaliðar. S-Allir

Norður
ÁD5
KG2
KDG5
DG2
Vestur Austur
3 9876
1098 D654
7 10932
ÁK1098765 3
Suður
KG1042
Á73
Á864
4
Suður spilar 6.

Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson hafa lengi tekið þátt í bandarískum stórmótum, nú upp á síðkastið sem málaliðar í herdeild Ríkharðs svarta (Richards Schwarts). Þeir unnu opnu sveitakeppnina á vorleikunum í St. Louis (Jacoby Open Swiss), annað virðulegasta mót leikanna á eftir Vanderbilt. Aðrir liðsmenn Schwarts eru Kanadamaðurinn Alan Graves og Norðmennirnir Boye Brogeland og Epsen Lindquist.

Spilið að ofan kom fyrir í upphitunarmóti í St. Louis (sem þeir unnu líka). Jón og Þorlákur voru í NS gegn Þjóðverjunum Smirnov og Piekarek. Þorlákur opnaði á 1, Smirnov hindraði í 4, Jón stökk í 5 og Þorlákur lyfti í slemmu. Út kom K og... hjartatía í öðrum slag!?

Þorlákur svínaði G og drap drottningu austurs. Tók svo slagina á tromp og tígul og þvingaði Smirnov í mjúku litunum. Hjartasjöan heima var gulli betri.