Afþreying Páll Óskar er mikill áhugamaður um kvikmyndir.
Afþreying Páll Óskar er mikill áhugamaður um kvikmyndir. — Morgunblaðið/Kristinn
Kvikmyndasafn Íslands sinnir ekki starfi sínu sem skyldi að mati Páls Óskars Hjálmtýssonar, tónlistarmanns og kvikmyndaáhugamanns. Í viðtali við vefinn Nörd Norðursins lýsir Páll dálæti sínu á 8 mm filmunum auk þess að gagnrýna Kvikmyndasafnið harðlega.
Kvikmyndasafn Íslands sinnir ekki starfi sínu sem skyldi að mati Páls Óskars Hjálmtýssonar, tónlistarmanns og kvikmyndaáhugamanns. Í viðtali við vefinn Nörd Norðursins lýsir Páll dálæti sínu á 8 mm filmunum auk þess að gagnrýna Kvikmyndasafnið harðlega. „Sýningar Kvikmyndasafns Íslands fara fram í kyrrþey. Mér finnst þeir liggja á safninu eins og ormar á gulli og gera alls ekki nógu mikið í því að sinna sínu starfi, það er eins og þeir vilji ekki sýna myndirnar sínar,“ segir Páll í viðtalinu. Hann heldur áfram og segir það hlutverk stofnunarinnar sem sé ríkisrekin að tryggja greiðari aðgang að safni mynda sinna, sýna eigi myndirnar, ekki geyma þær. Máli sínu til stuðnings nefnir Páll að hann hafi ekki náð í neinn hjá stofnuninni þegar hann ætlaði að spyrjast fyrir um ákveðna mynd nýlega.