Helgi Bjarnason Egill Ólafsson Óvissa er um aðalmeðferð Al Thani-málsins svonefnda eftir að verjendur tveggja sakborninga tilkynntu í gær að þeir létu af störfum sem verjendur í málinu. Héraðsdómari neitaði raunar samdægurs að taka afsögnina til greina.

Helgi Bjarnason

Egill Ólafsson

Óvissa er um aðalmeðferð Al Thani-málsins svonefnda eftir að verjendur tveggja sakborninga tilkynntu í gær að þeir létu af störfum sem verjendur í málinu. Héraðsdómari neitaði raunar samdægurs að taka afsögnina til greina. Aðalmeðferð málsins á að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur næstkomandi fimmtudag.

Ragnar Halldór Hall sem verið hefur verjandi Ólafs Ólafssonar sagðist ekki líta svo á að hann væri verjandi hans nú þrátt fyrir að héraðsdómari hafi í gær svarað afsögn hans með því að segja að verjendum væri óheimilt að segja sig frá málinu. Ragnar sagðist telja að lögskýring dómarans stæðist ekki. Hann var ekki tilbúinn að svara því hvort hann myndi mæta við aðalmeðferð málsins á fimmtudag, sagði að viðbrögð þeirra yrðu kynnt í dag. Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, sagði að það yrði sérstök staða ef verjendur væru skikkaðir til að vinna að vörn í máli þegar þeir væru búnir að lýsa því yfir að þeir treystu sér ekki til að verja skjólstæðinga.

Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, og Karl Axelsson, verjandi Magnúsar Guðmundssonar, taka í einu og öllu undir gagnrýni Gests og Ragnars á rannsókn málsins og meðferð fyrir dómstólum. Þeir ákváðu þó, eftir samráð við skjólstæðinga sína, að segja ekki af sér.

Al Thani-mál
» Aðalmeðferð í málinu á að hefjast næstkomandi fimmtudag.
» Málið tefst væntanlega um einhverja mánuði ef skipaðir verða nýir verjendur.