Lífsgleði Björg lætur ekki tækifæri til að gleðjast renna sér úr greipum.
Lífsgleði Björg lætur ekki tækifæri til að gleðjast renna sér úr greipum. — Morgunblaðið/Kristinn
Ég ætla að eiga algjöran sigurvegaradag,“ segir Björg Magnúsdóttir, en hún er 28 ára í dag. Hún er stjórnmálafræðingur með MA-próf í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands.

Ég ætla að eiga algjöran sigurvegaradag,“ segir Björg Magnúsdóttir, en hún er 28 ára í dag. Hún er stjórnmálafræðingur með MA-próf í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. „Núna er ég á milli starfa og er því svo lánsöm að vera í fríi,“ segir Björg. Hún situr þó ekki aðgerðarlaus og situr þessa dagana við skriftir.

Björg ætlar að hefja daginn á því að hlaupa 17 kílómetra og hyggst síðan skella sér í klippingu. „Ég ætla að hitta klipparann minn, hann er lykilatriði í lífi mínu,“ segir Björg. „Hann er ráðgjafi minn,“ bætir hún við. Í kvöld liggur leiðin á veitingastað í miðbænum þar sem hún mun hitta vini sína og borða með þeim góðan mat.

Björg hefur störf hjá Ríkisútvarpinu innan tíðar þar sem hún mun starfa sem fréttamaður í útvarpi og sjónvarpi. Aðspurð segir Björg að eftirminnilegasti afmælisdagurinn hafi verið haldinn á Þingvöllum í sumarbústað afa hennar. „Ég var fjórtán ára gömul og við vinkonurnar grilluðum og spiluðum fótbolta,“ segir Björg. „Þetta var hrikalega skemmtilegt.“

Björg segist eiga von á bestu afmælisgjöf sem hún gæti fengið því í kvöld endurheimtir hún yngri systur sína úr heimsreisu. larahalla@mbl.is