Jeppabifreiðin, sem ekið var á fólksbíl á Akrafjallsvegi skammt norðan Hvalfjarðarganga aðfaranótt laugardags var á röngum vegarhelmingi þegar áreksturinn varð. Sautján ára stúlka lést í slysinu.

Jeppabifreiðin, sem ekið var á fólksbíl á Akrafjallsvegi skammt norðan Hvalfjarðarganga aðfaranótt laugardags var á röngum vegarhelmingi þegar áreksturinn varð. Sautján ára stúlka lést í slysinu.

Lögreglan á Akranesi fer með rannsókn á slysinu en 17 ára ökumaður fólksbílsins lést.

Ökumaður jeppans er grunaður um ölvun við akstur, en hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Slysið átti sér stað á beinum vegi. Engin hálka var á veginum og ekkert bendir til að veður hafi átt þátt í því hvernig fór.