Fjarskipti Játvarður J. Ingvarsson, framkvæmdastjóri Hringdu.
Fjarskipti Játvarður J. Ingvarsson, framkvæmdastjóri Hringdu.
Fjarskiptafyrirtækið Hringdu hefur samið við fyrirtækið Greenland Connect um netsamband til Norður-Ameríku gegnum sæstreng fyrirtækisins. Með þessu mun Hringdu tvöfalda útlandasamband sitt.

Fjarskiptafyrirtækið Hringdu hefur samið við fyrirtækið Greenland Connect um netsamband til Norður-Ameríku gegnum sæstreng fyrirtækisins. Með þessu mun Hringdu tvöfalda útlandasamband sitt. Í tilkynningu gagnrýnir framkvæmdastjóri Hringdu sæstrengjafyrirtækið Farice, sem er eini tengiliður landsins við meginland Evrópu, fyrir mismunun á verði eftir því hver sé kaupandinn.

Játvarður J. Ingvarsson segir: „verðið sem Farice býður er hreinlega þannig að ekki væri unnt að bjóða neytendum upp á þær verðbreytingar sem þyrftu að eiga sér stað ef þeirra þjónusta yrði fyrir valinu í þessari stækkun“.