Slökkvilið Akureyrar var með mikinn viðbúnað síðdegis í gær þegar kviknaði í blaðabunka í forstofu fjölbýlishúss í bænum. Engan sakaði en grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða.

Slökkvilið Akureyrar var með mikinn viðbúnað síðdegis í gær þegar kviknaði í blaðabunka í forstofu fjölbýlishúss í bænum. Engan sakaði en grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Húsið, sem er sjö hæðir, var rýmt en nokkurn tíma tók að finna eldinn.

Íbúar hússins nota vanalega ekki forstofuna heldur kjallara hússins sem útgönguleið. Slökkviliðið var um klukkkustund á vettvangi en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Miklar skemmdir urðu af völdum elds og reyks í forstofunni.