Lækkun Styrking krónunnar hefur m.a. lækkað eldsneytisverð.
Lækkun Styrking krónunnar hefur m.a. lækkað eldsneytisverð. — Morgunblaðið/Kristinn
Gengi krónunnar hefur hækkað nánast samfellt á síðustu vikum og nemur styrkingin gegn evru meira en 11% frá því í lok janúar.

Gengi krónunnar hefur hækkað nánast samfellt á síðustu vikum og nemur styrkingin gegn evru meira en 11% frá því í lok janúar. Þó að í vændum sé talsvert innstreymi gjaldeyris samhliða auknum ferðamannastraumi yfir sumarið telja sérfræðingar á gjaldeyrismarkaði ólíklegt að slíkt muni skila sér í enn meiri gengishækkun. Regluleg gjaldeyrisinngrip Seðlabankans hafa skipt miklu máli fyrir gengisþróun krónunnar. „Seðlabankanum hefur tekist að hafa nokkuð mikil áhrif á gjaldeyrismarkaðinn með því tiltölulega litla magni af evrum sem hann hefur selt,“ segir Styrmir Guðmundsson, Júpiter rekstrarfélagi.

Fastlega er gert ráð fyrir því að Seðlabankinn muni brátt á ný hefja regluleg gjaldeyriskaup til að byggja upp á óskuldsettan gjaldeyrisforða. Jafnframt má ætla að fyrirtæki og sveitarfélög, sem þurfa að greiða af erlendum lánum í ár, nýti tækifærið og kaupi þann gjaldeyri sem kemur á markað með komu erlendra ferðamanna í sumar. Þróunin hefur m.a. haft áhrif til lækkunar á eldsneyti og innfluttum bílum. 2 og 19