Bílasýningar eru fjölsóttar svo sem sú er haldin í Genf í Sviss. Nú þykir fórnarkostnaðurinn of hár og telja aðrar leiðir í markaðsstarfi vera betri.
Bílasýningar eru fjölsóttar svo sem sú er haldin í Genf í Sviss. Nú þykir fórnarkostnaðurinn of hár og telja aðrar leiðir í markaðsstarfi vera betri. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Skyldu andfætlingar okkar, Ástralar, vera að verða afhuga bílum? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. En alltjent vekur athygli, að í þessu risastóra landi fer engin bílasýning fram í ár.

Skyldu andfætlingar okkar, Ástralar, vera að verða afhuga bílum? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. En alltjent vekur athygli, að í þessu risastóra landi fer engin bílasýning fram í ár. Alþjóðlega ástralska bílasýningin hefur verið haldin til skiptis í Melbourne og Sydney og var ráðgerð í fyrrnefndu borginni í júní nk. Aðstandendur hennar ákváðu um helgina að blása hana af. Ástæðan er þverrandi stuðningur bílafyrirtækjanna og minkandi aðsókn undanfarin ár.

Dregur úr aðsókn

Bílasýning sem halda átti í Sydney árið 2009 var einnig blásin af vegna þrýstings frá bílaframleiðendum sem sögðust ekki hafa efni á gríðarlegum fjárútlátum sem sýningarhaldi fylgdu, en fram að því höfðu árlegar sýningar verið haldnar bæði í Melbourne og Sydney.

Dregið hafði úr aðsókninni að Sydneysýningunni jafnt og þétt frá 1998. Það ár sóttu 250.000 manns sýninguna en þar sló í gegn Holden-hugmyndabíll sem síðar varð að flaggskipinu Monaro.

Í fyrra voru gestir tæplega helmingi færri eða aðeins 135.000 og höfðu aldrei verið færri. Bílar á borð við Ferrari, BMW og Audi voru lengi aðdráttarafl á gesti en þessir bílaframleiðendur tóku ekki þátt í sýningunni í Sydney í fyrra.

Blásið af í London og víðar

Framkvæmdastjóri sýningarinnar segir að vaxandi tilhneigingar gæti í bílaiðnaði til að verja kynningarfé frekar í sérstaka viðburði á vegum fyrirtækjanna sjálfra, fremur en að borga kostnað við stórar bílasýningar. Í ár hafa stórar bílasýningar verið blásnar af í London, Zagreb og Amsterdam.

Sjónarmið og afstaða bílaframleiðenda á sér hliðstæður. Vörusýningar eru á undanhaldi, kynning á framleiðslu færist yfir á netið - og sýningar nú eru öðru fremur mannamót.

agas@mbl.is