Bretar halda fast um pyngjuna og velja nú fremur notaða bíla en nýja.
Bretar halda fast um pyngjuna og velja nú fremur notaða bíla en nýja. — AFP
Niðurstaða nýrrar rannsóknar í Bretlandi á vegum fyrirtækis sem sérhæfir sig í lánveitingum til bifreiðakaupa leiðir í ljós að 80% þeirra Breta sem áforma bílkaup ætla fremur að kaupa notaðan bíl en nýjan.

Niðurstaða nýrrar rannsóknar í Bretlandi á vegum fyrirtækis sem sérhæfir sig í lánveitingum til bifreiðakaupa leiðir í ljós að 80% þeirra Breta sem áforma bílkaup ætla fremur að kaupa notaðan bíl en nýjan.

Konur hallast meira að nýjum bílum en karlar því sé þessi hópur nánar greindur eftir kyni kemur í ljós að 86% karla ætla fremur að kaupa notaðan bíl en nýjan, en aðeins 63% kvenna.

Í ljós kom einnig í könnuninni, að 60% neytenda áforma að kaupa nýjan bíl eða notaðan innan árs, að 57% muni nota eigið fé í því skyni og að 27% ætli að taka lán hjá bílalánafélagi til kaupanna.

Viðráðanleg kaup

Meginástæðan fyrir þessu er aukin kostnaðarvitund almennings á tímum efnahagslegs samdráttar. Kaup á notuðum bíl væru orðin viðráðanleg uppfærsla og með því að kaupa nýlegan bíl gætu menn fengið bílinn sem þeir virkilega vildu. Sögðu 63% aðspurðra kostnað vera meginskýringuna á afstöðu sinni og 17% sögðust þannig fá bíl á hagkvæmu verði með ýmsan aukabúnað sem upprunalegur eigandi hefði borgað fyrir. Loks sögðust 7% vilja notaðan bíl þar sem þeir væru orðnir lausir við barnasjúkdóma og væru orðnir vel tilkeyrðir.

agas@mbl.is