Líkan af húsi við Tollhúsið.
Líkan af húsi við Tollhúsið.
Ein dýrasta lóð höfuðborgarsvæðisins hefur verið auglýst til sölu en hún er staðsett við hlið Tollhússins á milli Geirsgötu og Tryggvagötu og nær yfir helming þeirra bílastæða sem þar eru núna. Á lóðinni má reisa sex hæða hús, að hámarki 9.

Ein dýrasta lóð höfuðborgarsvæðisins hefur verið auglýst til sölu en hún er staðsett við hlið Tollhússins á milli Geirsgötu og Tryggvagötu og nær yfir helming þeirra bílastæða sem þar eru núna. Á lóðinni má reisa sex hæða hús, að hámarki 9.350 fermetrar, auk 400 fermetra kjallara. Er gert ráð fyrir að á fyrstu og annarri hæð verði verslun og þjónustustarfsemi en íbúðir á efri hæðum. Þá er gert ráð fyrir innigarði í miðju byggingarinnar.

Félagið Sítus ehf., sem er í eigu Reykjavíkurborgar og ríkisins, keypti lóðina af þrotabúi Landsbankans árið 2008 og auglýsir hana nú til sölu. Áður hafði verið ráðgert að reisa á lóðinni nýjar höfuðstöðvar bankans og var efnt til opinnar verðlaunasamkeppni. Ekkert varð af þeim áformum vegna bankahrunsins en á meðal þeirra sem hönnuðu verðlaunatillöguna voru arkitektastofurnar Arkiteó, BIG í Danmörku, Einrúm og Andri Snær Magnason rithöfundur. 4