Jón Margeir Sverrisson
Jón Margeir Sverrisson
Heims- og ólympíumethafinn í sundi fatlaðra, Jón Margeir Sverrisson, setti alls fimm Íslandsmet á alþjóðlegu móti í Eindhoven fyrir og um helgina. Hann setti Íslandsmet í 100 m skriðsundi, 55,26 sekúndur, og í 50 m skriðsundi, 25,30.

Heims- og ólympíumethafinn í sundi fatlaðra, Jón Margeir Sverrisson, setti alls fimm Íslandsmet á alþjóðlegu móti í Eindhoven fyrir og um helgina. Hann setti Íslandsmet í 100 m skriðsundi, 55,26 sekúndur, og í 50 m skriðsundi, 25,30. Jón Margeir vann báðar greinar. Þar varð hann annar í 50 m flugsundi á 27,66 sem einnig er Íslandsmet. Í 100 m skriðsundi og 50 m flugsundi setti hann einnig Íslandsmet í undanrásum. Jón varð fyrstur í 200 og 400 m skriðsundi, annar í 100 m flugsundi, þriðji í 200 m fjórsundi og í 5. sæti í 100 m bringusundi. iben@mbl.is