— Morgunblaðið/Ómar
Ungur brandandarsteggur hefur dvalið á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi síðustu daga og þegið brauð frá gestum tjarnarinnar.

Ungur brandandarsteggur hefur dvalið á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi síðustu daga og þegið brauð frá gestum tjarnarinnar. Að sögn Gunnars Þórs Hallgrímssonar fuglafræðings er hegðun steggsins heldur óvenjuleg þar sem tegundin er venjulega stygg og gefur sig lítið að fólki.

Brandöndin náði fótfestu hér á landi í Borgarfirði árið 1990 og verpir hún nú víða um land. Flestar endurnar eru farfuglar og stoppa þær oft á Seltjarnarnesi og Álftanesi áður en þær halda för sinni áfram á varpstaði sína víða um land.

Náttúrulegt kjörlendi brandandarinnar er leirur og grunnsævi en erlendis verpa þær gjarnan í kanínuholum nærri sjó.