Treystum ekki Framsókn Reynslan sem þjóðin hefur af Framsókn á síðustu öld og það sem liðið er af þessari er ekki góð. Á fyrri hluta síðustu aldar stóð Framsókn fyrir skömmtunum á nauðsynjavörum almennings og miklum höftum á framtaki fólks.

Treystum ekki Framsókn

Reynslan sem þjóðin hefur af Framsókn á síðustu öld og það sem liðið er af þessari er ekki góð. Á fyrri hluta síðustu aldar stóð Framsókn fyrir skömmtunum á nauðsynjavörum almennings og miklum höftum á framtaki fólks. Það þurfti leyfi fyrir öllu, hvort sem um var að ræða að kaupa bíl eða ísskáp. Á stríðsárunum stóð Framsókn fyrir illræmdum húsaleigulögum sem gerðu húseigendum nánast ókleift að segja upp leigjendum. Í aðdraganda kosninganna í vor lofa framsóknarmenn öllu handa öllum. Þeim hefur ekki tekist að sýna fram á hvernig þeir ætla að útfæra og fjármagna öll kosningaloforðin. Höfnum yfirboðum Framsóknar í kosningunum 27. apríl.

Sigurður Guðjón Haraldsson.