Hlaup Það verður sprett úr spori á Strandgötu á fimmtudag.
Hlaup Það verður sprett úr spori á Strandgötu á fimmtudag.
Síðasta hlaupið í hlaupaseríu Actavis og FH verður á fimmtudaginn og hefst klukkan 19. Þetta er 5 kílómetra hlaup þar sem hlaupið er frá íþróttahúsinu á Strandgötu til norðurs í átt að Garðaholti.

Síðasta hlaupið í hlaupaseríu Actavis og FH verður á fimmtudaginn og hefst klukkan 19. Þetta er 5 kílómetra hlaup þar sem hlaupið er frá íþróttahúsinu á Strandgötu til norðurs í átt að Garðaholti. Leiðin er tiltölulega flöt með einni brekku og því bæði ákjósanleg til bætingar fyrir reynsluboltana og tilvalin leið til að byrja á fyrir byrjendur sem stefna á að taka þátt í einhverjum hlaupum í sumar.

Keppt verður í flokkum karla og kvenna; 14 ára og yngri, 15-29 ára, 30-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti karla og kvenna óháð aldursflokki eftir hlaup á meðan flokkaverðlaun eru veitt fyrir hlauparöðina um miðjan apríl í Kaplakrika. Þar verður einnig boðið upp á glæsileg útdráttarverðlaun. Klukkutíma fyrir hlaupið er hægt að kaupa þátttökuseðil á 500 krónur í íþróttahúsinu á Strandgötu. Seðilinn þarf að fylla út fyrir hlaup og skila tímavörðum þegar komið er í mark.