[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Helgi Valur Daníelsson og félagar hans í sænska liðinu AIK léku fyrsta heimaleikinn á nýjum leikvangi, Friends Arena, um nýliðna helgi þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Syrianska. 44.

H elgi Valur Daníelsson og félagar hans í sænska liðinu AIK léku fyrsta heimaleikinn á nýjum leikvangi, Friends Arena, um nýliðna helgi þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Syrianska. 44.463 áhorfendur lögðu leið sína á Friends Arena og hafa ekki verið fleiri áhorfendur á leik í sænsku úrvalsdeildinni í 36 ár eða frá því árið 1977 þegar 48.894 áhorfendur voru á IFK Gautaborg og Elfsborg. Til gamans má geta þess að 46.700 áhorfendur samanlagt lögðu leið sína á átta leiki í norsku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi eða aðeins 3.500 fleiri en voru á viðureign AIK og Syrianska.

Carsten Lichtlein , einn landsliðsmarkvarða Þýskalands í handknattleik, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Gummersbach. Lichtlein hefur verið í herbúðum Lemgo síðustu átta ár. Forráðamenn Gummersbach hafa uppi áætlanir um að styrkja liðið enn meira. Gummersbach hefur verið í fallbaráttu í þýsku 1. deildinni undanfarin tvö ár.

V alero Rivera , landsliðsþjálfari heimsmeistara Spánar í handknattleik karla, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með sumrinu þegar undankeppni fyrir Evrópumeistaramótið í Danmörku lýkur. Rivera hefur samþykkt að taka við starfi landsliðsþjálfara Katar. Honum er ætlað að byggja upp landslið Katar fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í landinu í janúar 2015. Rivera til aðstoðar verður Inaki Urdangarin , fyrrverandi leikmaður Barcelona og tengdasonur konungshjóna Spánar.