Matisse Bláklædd kona framan við arin, verkið sem tekist er á um.
Matisse Bláklædd kona framan við arin, verkið sem tekist er á um.
Erfingjar fransks listaverkasala hafa krafist þess að Henie Onstad-listasafnið í Noregi láti af hendi málverk eftir Henri Matisse, sem nasistar gerðu upptækt í París árið 1941.

Erfingjar fransks listaverkasala hafa krafist þess að Henie Onstad-listasafnið í Noregi láti af hendi málverk eftir Henri Matisse, sem nasistar gerðu upptækt í París árið 1941. Stjórn safnsins, sem Sonja Henie, ólympíumeistari á skautum, og maður hennar, skipakóngurinn Niels Onstad, stofnuðu 1968 segir að Onstad hafi keypt málverkið í góðri trú fyrir rúmum 60 árum. Samkvæmt norskum lögum sé eignarrétturinn ótvíræður því þar fyrnist skilakröfur á tíu árum.

Að sögn Tone Hansen safnstjóra vissu starfsmenn safnsins ekki að málverkið væri úr góssi nasista. Safnið dregur þó ekki í efa að verkið hafi verið meðal eigna Pauls Rosenbergs, sem nasistar tóku. Skjöl sýna að verkið hafi verið í fórum Hermanns Görings, yfirmanns þýska flughersins, árið 1942.