Umferð Eftirlit lögreglu er mikilvægt.
Umferð Eftirlit lögreglu er mikilvægt.
124 hafa slasast í 92 umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt bráðabirgðatölum lögreglu. Á sama tíma í fyrra höfðu 82 slys orðið og 136 höfðu slasast. Því er um 11% fjölgun slysa að ræða en 9% fækkun slasaðra.

124 hafa slasast í 92 umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt bráðabirgðatölum lögreglu. Á sama tíma í fyrra höfðu 82 slys orðið og 136 höfðu slasast. Því er um 11% fjölgun slysa að ræða en 9% fækkun slasaðra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfðborgarsvæðinu.

Þar segir að slysin fyrstu þrjá mánuði ársins megi í langflestum tilfellum rekja til hegðunar ökumanna. Akstur sé þá ekki í samræmi við aðstæður, ekið of hratt eða ógætilega. Í 15 tilvikum mátti að hluta til rekja orsök slysa til hálku.