Árbærinn Tryggvi Guðmundsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Viðar Örn Kjartansson og Eiður Aron Sigurbjörnsson í viðureign Fylkis og ÍBV í gær.
Árbærinn Tryggvi Guðmundsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Viðar Örn Kjartansson og Eiður Aron Sigurbjörnsson í viðureign Fylkis og ÍBV í gær. — Morgunblaðið/Golli
Fylkismenn tryggðu sér í gærkvöld sæti í átta liða úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu þegar þeir gerðu jafntefli, 2:2, við ÍBV á gervigrasvelli sínum í Árbænum.

Fylkismenn tryggðu sér í gærkvöld sæti í átta liða úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu þegar þeir gerðu jafntefli, 2:2, við ÍBV á gervigrasvelli sínum í Árbænum.

Eyjamenn urðu að vinna leikinn til að eiga möguleika á að komast áfram og þeir voru komnir í 2:0 eftir aðeins 16 mínútna leik. Aaron Spear og Gunnar Már Guðmundsson skoruðu mörkin.

Davíð Þór Ásbjörnsson minnkaði muninn fyrir Fylki á 35. mínútu og Agnar Bragi Magnússon, sem er nýkominn í Árbæinn frá Selfossi, jafnaði metin á 69. mínútu, 2:2.

Víkingur frá Ólafsvík vann riðilinn með 18 stigum, FH er með 15 og Fylkir 13 stig og öll þrjú liðin fara í átta liða úrslitin. Fylkir á einn leik eftir og getur endað í öðru sæti.

ÍBV endar með 10 stig í fjórða sæti riðilsins og kemst ekki áfram. Eyjamenn urðu að vinna leikinn til að eiga einhverja möguleika á því.

Þá eru Víkingur Ó., Fylkir, FH, Breiðablik, KR og Stjarnan komin í 8-liða úrslit. Tvö sæti eru laus og liðin sem geta náð þeim eru Valur, ÍA, Víkingur R., Selfoss, Þór og Leiknir R. vs@mbl.is