Allt í hnút Hlauparar þurfa að hætta að binda ömmuslaufur á hlaupaskóna.
Allt í hnút Hlauparar þurfa að hætta að binda ömmuslaufur á hlaupaskóna.
Hlaupaæði hefur lagst á landann og eykst þátttaka í skipulögðum hlaupum ár frá ári. Gamlir íþróttajálkar taka fram hlaupaskóna og kalla fram keppnisskapið.

Hlaupaæði hefur lagst á landann og eykst þátttaka í skipulögðum hlaupum ár frá ári. Gamlir íþróttajálkar taka fram hlaupaskóna og kalla fram keppnisskapið. Einstaklingar sem hafa ekki hreyft sig alla sína ævi fyrir utan þessa tvo leikfimitíma á viku á grunnskólaárum leitast nú við að fara út, ná upp púlsinum og skokka nokkra hringi.

Á vefsíðunni runnersworld.com má finna margan fróðleiksmolann um hlaup sem nýtist bæði lengra komnum ofurhlaupurum og einnig þeim sem eru að byrja. Þar er til dæmis hægt að nálgast æfingaáætlanir fyrir ýmsar vegalengdir, reynslusögur og upplýsingar um næringu. Þeir sem ekki hafa mikla reynslu af hlaupum ættu að leita uppi myndskeið með Jeff Dengat, ritstjóra græjudálksins á síðunni. Hann kennir hlaupurum meðal annars að stilla úrið sitt, að binda jakka um mjaðmir án þess að þeir flaksi og verði til trafala og líklegast það allra mikilvægasta af öllu; hvernig á að reima skóna án þess að eiga á hættu að reimarnar losni á miðri leið.