Opinn fundur verður á Hótel KEA á Akureyri á morgun þar sem Riikka-Maria Turkia, sérfræðingur í atvinnu- og efnahagsráðuneyti Finnlands, mun fjalla um áhrif Evrópusambandsaðildar á byggðamál í Finnlandi.

Opinn fundur verður á Hótel KEA á Akureyri á morgun þar sem Riikka-Maria Turkia, sérfræðingur í atvinnu- og efnahagsráðuneyti Finnlands, mun fjalla um áhrif Evrópusambandsaðildar á byggðamál í Finnlandi.

Fundurinn, sem hefst klukkan 12, er sá síðasti í fundaröð um Evrópumál, sem Norræna upplýsingaskrifstofan, Norræna félagið og Evrópustofa hafa staðið fyrir undanfarnar vikur.