[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Körfuknattleiksmaðurinn Darrell Flake , sem hefur leikið hér á landi um langt árabil og er íslenskur ríkisborgari, er genginn til liðs við Tindastól á Sauðárkróki og spilar með liðinu í 1. deildinni næsta vetur.

Körfuknattleiksmaðurinn Darrell Flake , sem hefur leikið hér á landi um langt árabil og er íslenskur ríkisborgari, er genginn til liðs við Tindastól á Sauðárkróki og spilar með liðinu í 1. deildinni næsta vetur. Darrell er 33 ára gamall framherji og kom fyrst til KR fyrir ellefu árum og hefur leikið með mörgum íslenskum liðum, Fjölni, Skallagrími, Breiðabliki og Grindavík, og síðast með Þór í Þorlákshöfn á síðasta tímabili. Hann hefur tvívegis verið kjörinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar, en hann lék þá með Skallagrími.

Rússneska landsliðið í handknattleik kvenna tekur ekki þátt í heimsmeistaramótinu sem fram fer í Serbíu í desember. Rússar máttu þola stórt tap á heimavelli, 33:21, á heimavelli á sunnudag í síðari leiknum við Hollendinga um laust sæti á HM. Rússar stóðu vel að vígi eftir eins marks sigur í fyrri viðureign þjóðanna, 27:26, í leik sem fram fór í Hollandi fyrir rúmri viku. Vopnin snerust hinsvegar heldur betur í höndum þeirra í síðari leiknum. Leikur liðsins hrundi á heimavelli í síðari hálfleik og hollenska landsliðið vann stóran sigur eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 11:10.

Auk Hollendinga tryggðu Danir, Spánverjar, Rúmenar, Þjóðverjar, Pólverjar, Frakkar og Tékkar sér sæti í lokakeppni HM um helgina auk Tékka sem skelltu íslenska landsliðinu í tvígang. Fjórar Evrópuþjóðir til viðbótar taka þátt í heimsmeistaramótinu; Ungverjar, Svartfellingar, Norðmenn og Serbar sem verða gestgjafar mótsins.

Svíinn Marcus Ahlm lék sinn síðasta leik með þýska meistaraliðinu Kiel á laugardaginn þegar liðið vann Grosswallstadt í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Hann yfirgefur þó ekki félagið því í gær tók hann við starfi íþróttastjóra þessa sigursæla félags sem hann hefur átta sinnum orðið þýskur meistari með sem leikmaður og síðustu árin sem fyrirliði. Ahlm heldur þar með áfram að vinna við hlið Alfreðs Gíslasonar , þjálfara Kiel, þótt í öðru hlutverki verði nú sem íþróttastjóri. Talið var að Ahlm flytti heim í sumar en sú verður ekki raunin. Hann segist ekki hafa getað staðist þá freistingu að taka við starfi íþróttastjóra þegar honum stóð það til boða.

F ranck Ribéry leikmaður Þýskalands- og Evrópumeistara Bayern München var besti leikmaður þýsku Bundesligunnar í vali sem leikmenn deildarinnar tóku þátt í með tímaritinu Kicker. Ribéry hlaut 29 % atkvæðanna en hann hlaut 11% meira en pólski framherjinn Robert Lewandowski . Bastian Schweinsteuger samherji Ribéry hjá Bayern varð svo í þriðja sætinu í valinu en yfir 200 leikmenn tóku þátt í kjörinu. Manuel Neuer markvörður Bayern var útnefndur besti markvörðurinn í deildinni en hann hafði betur í kosningu gegn Roman Weidenfeller og Rene Adler . Í vali á þjálfara ársins kom mörgum á óvart að Jupp Heynckes varð ekki fyrir valinu heldur Christian Streich en undir hans stjórn varð Frankfurt í fimmta sæti í deildinni.