Hápunktur Hildur fagnar afmælisdeginum í sólarferð til Grikklands.
Hápunktur Hildur fagnar afmælisdeginum í sólarferð til Grikklands.
Afmæli er hápunktur tilverunnar,“ segir Hildur Björnsdóttir, lögfræðingur í London, sem er 27 ára í dag. Hildur fluttist nýlega til London ásamt kærasta sínum, Jóni Skaftasyni lögmanni, en Hildur á soninn Björn Helga, sem er þriggja ára.

Afmæli er hápunktur tilverunnar,“ segir Hildur Björnsdóttir, lögfræðingur í London, sem er 27 ára í dag. Hildur fluttist nýlega til London ásamt kærasta sínum, Jóni Skaftasyni lögmanni, en Hildur á soninn Björn Helga, sem er þriggja ára.

„Ég er mikil afmæliskona og held alla afmælisdaga hátíðlega. Á morgun treysti ég á að kærasti minn og sonur sjái mér fyrir taumlausri gleði frá sólarupprás til sólarlags. Eins gott að þeir standi sig.“ Hildur segir alla afmælisdaga vera eftirminnilega en þykir sérstaklega eftirminnilegt að hafa verið skömmuð á 8 ára afmælisdaginn. „Það eyðilagði auðvitað afmælisdaginn enda má alls ekki skamma afmælisbörn.“

Hildur hóf störf sem lögmaður hjá LOGOS í London í mars síðastliðnum. „Það eru ekki mörg tækifæri fyrir íslenska lögfræðinga til að starfa erlendis og því var ekki úr vegi að grípa þetta tækifæri báðum höndum.“ Hún segir að London hafi komið sér á óvart að mörgu leyti og nefnir sérstaklega hin mörgu og fjölbreyttu andlit borgarinnar.„Hér er hægt að fá og sjá allt,“ bætir hún við.

„Á Íslandi sakna ég auðvitað mest fjölskyldu og vina – en auk þess sakna ég lakkrískonfekts og volcano-rúllunnar á Osushi,“ segir Hildur að lokum.