Glæsivagn BMW Pininfarina Gran Lusso skortir ekki tíguleik. Væntingar voru miklar þegar tilkynnt var um samstarf BMW og Pininfarina og afraksturinn veldur ekki vonbrigðum.
Glæsivagn BMW Pininfarina Gran Lusso skortir ekki tíguleik. Væntingar voru miklar þegar tilkynnt var um samstarf BMW og Pininfarina og afraksturinn veldur ekki vonbrigðum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það getur ekki slæmt komið út úr því þegar annálað hönnunarfyrirtæki og fremsti lúxusbílasmiður heims sameina krafta sína. Það hafa BMW og hönnunarhúsið Pininfarina gert.

Það getur ekki slæmt komið út úr því þegar annálað hönnunarfyrirtæki og fremsti lúxusbílasmiður heims sameina krafta sína. Það hafa BMW og hönnunarhúsið Pininfarina gert.

Afurðin er hugmyndabíllinn BMW Pininfarina Gran Lusso, sköpunarverk frjórra hugmyndasmiða beggja fyrirtækjanna. Bíllinn tígulegi var sýndur opinberlega á dögunum í hallargarði Villa d'Este Concorso d'Eleganza á Ítalíu; aðstæður sem þóttu hæfa bílnum smekklega.

Hönnun bílsins hefur hlotið hrós fyrir hagleik og kraftmikil einkenni. Því er þegar spáð að hinar flæðandi línur eigi eftir að endurspeglast kröftuglega í hönnun nýrrar seríu sem sögð er í vændum frá BMW, 8-seríuna svonefndu.

Öllum málum Gran Lusso svipar til 7-seríu BMW en við kynninguna var hugmyndabíllinn á risastórum 21 tommu felgum. Engum orðum fer af aflrás bílsins að öðru leyti en því að vélin verður 12 strokka og v-laga. Það er þó talið geta þýtt 536 hestafla og sex lítra vél með tvöfaldri forþjöppu eins og er að finna í BMW 760Li.

agas@mbl.is