Helga Sigurrós Valgeirsdóttir
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að hún hafi hafið störf þar fyrir helgi.

Helga Sigurrós Valgeirsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að hún hafi hafið störf þar fyrir helgi. Helga er með bakkalárgráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Grenoble Graduate School of Business. Þá er hún einnig með vottun sem verkefnisstjóri á D-stigi frá IPMA. Helga hefur starfað frá árinu 2004, með leyfum, á Fiskistofu, síðast sem sviðsstjóri upplýsingasviðs. Sigurður Ingi hafði áður ráðið Ingveldi Sæmundsdóttur sem aðstoðarmann sinn í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. skulih@mbl.is