Slökun Rope Yoga æfingar þykja sérstaklega góðar til að fyrirbyggja verki í stoðkerfinu og losa um spennu ásamt því að auka tengsl við líkama og huga.
Slökun Rope Yoga æfingar þykja sérstaklega góðar til að fyrirbyggja verki í stoðkerfinu og losa um spennu ásamt því að auka tengsl við líkama og huga.
Ný grunnnámskeið í Rope Yoga hefjast hjá Rope Yoga setrinu þriðjudaginn 18. júní. Rope Yoga hefur verið að festa sig í sessi síðastliðin ár og byggist á æfingum þar sem viðkomandi liggur og notast við bönd til að styrkja vöðva líkamans.

Ný grunnnámskeið í Rope Yoga hefjast hjá Rope Yoga setrinu þriðjudaginn 18. júní. Rope Yoga hefur verið að festa sig í sessi síðastliðin ár og byggist á æfingum þar sem viðkomandi liggur og notast við bönd til að styrkja vöðva líkamans. Þykja þessar æfingar sérstaklega góðar til að fyrirbyggja verki í stoðkerfinu og losa um spennu.

Guðni Gunnarsson kennir á námskeiðinu og er markmiðið að nemendur njóti betri tengsla við eigin líkama og huga. Lögð er áhersla á andlegt og líkamlegt atgervi og að nemandinn öðlist aukinn styrk, samhæfingu og liðleika. Kenndir verða grunnþættir öndunar og slökunar ásamt stöðu-, teygju- og flæðiæfingum. Einnig verða Rope Yoga TRX FLEXnámskeið í júní undir leiðsögn Guðna Gunnarssonar. Þá er TRX æfingakerfi notað í stað lóða eða tækja og unnið með eigin líkamsþyngd til að hámarka árangur og virkja og styrkja vöðva.

Þeir sem hafa lokið byrjendanámskeiði í Rope Yoga geta skráð sig á framhaldsnámskeið hjá Ástu Agnarsdóttur en það hefst einnig á þriðjudaginn eftir viku. Þetta eru mjúkir tímar og verður lögð áhersla og bak- og hliðaræfingar í böndunum, öndunaræfingar, flæðisæfingar, teygjur og slökun.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu setursins, ropeyoga.is.