Minningarhlaup Guðmundar Karls Gíslasonar fer fram í dag klukkan 17.30. Upphaf hlaups er við Hrafnhóla gatnamótin og er hægt að leggja bílum rétt ofan við Gljúfrastein.

Minningarhlaup Guðmundar Karls Gíslasonar fer fram í dag klukkan 17.30. Upphaf hlaups er við Hrafnhóla gatnamótin og er hægt að leggja bílum rétt ofan við Gljúfrastein.

Fyrst verður hlaupið að Skeggjastöðum, upp með Leirvogsá, framhjá Tröllafossi og yfir ána á vaði. Þá verður farið sunnan Stardalshnúks, að Stardal, út á þjóðveg aftur og að gatnamótum Skálafellsvegar. Þar verður stoppað um stund og því næst hlaupinn þjóðvegurinn til baka. Heildarvegalengdin er 14,4 kílómetrar. Um er að ræða félagshlaup en ekki keppnishlaup og engin formleg skráning né tímataka fer fram.