Banks Skoski rithöfundurinn var vinsæll og virtur fyrir verk sín.
Banks Skoski rithöfundurinn var vinsæll og virtur fyrir verk sín. — AFP
Skoski rithöfundurinn Iain Banks er látinn, 59 að aldri. Hann var einn virtasti og vinsælasti höfundur Skota síðustu árin, kunnur fyrir bækur á borð við „The Wasp Factory“ og „The Crow Road“.

Skoski rithöfundurinn Iain Banks er látinn, 59 að aldri. Hann var einn virtasti og vinsælasti höfundur Skota síðustu árin, kunnur fyrir bækur á borð við „The Wasp Factory“ og „The Crow Road“. Í skoðanakönnun sem Waterstone's verslanirnar létu framkvæma fyrir nokkrum árum lenti fyrrnefnda sagan á lista yfir 100 bestu skáldsögur allra tíma. Fyrir utan fagurbókmenntir sendi hann frá sér vísindaskáldsögur undir höfundarnafninu Iain M. Banks.

Í apríl síðastliðnum upplýsti Banks að hann hefði greinst með krabbamein í gallblöðru og ætti í mesta lagi nokkra mánuði ólifaða.

Væntanleg skáldsaga Banks, „The Quarry“, byggir á glímu höfundarins við krabbameinið en hún fjallar um síðustu vikurnar í lífi aðalpersónu hennar. Sagan kemur út 20. júní og hafði Banks vonast til að lifa að sjá hana koma út.