Stytta af Bárði Snæfellsás.
Stytta af Bárði Snæfellsás.
Sólstöðuganga verður um þjóðgarðinn Snæfellsjökul dagana 22. til 23. júní en gangan mun standa yfir í sólarhring. Gengið verður í slóð Bárðar Snæfellsáss og safnað áheitum í þágu björgunarsveitarinnar Lífsbjargar.

Sólstöðuganga verður um þjóðgarðinn Snæfellsjökul dagana 22. til 23. júní en gangan mun standa yfir í sólarhring. Gengið verður í slóð Bárðar Snæfellsáss og safnað áheitum í þágu björgunarsveitarinnar Lífsbjargar.

Gangan hefst í Dritvík þar sem Bárður tók land og endar 24 tímum síðar í Tröðinni á Hellissandi.

Sólstöðugöngur hafa tíðkast á Snæfellsjökul á undanförnum árum. Á síðasta ári var gengið undir yfirskriftinni Lífsást undir Jökli.