Broskarl Notkun broskarls kemur í veg fyrir misskilning.
Broskarl Notkun broskarls kemur í veg fyrir misskilning.
Veðrið, já blessað veðrið og verðið, já bölvað verðið. Veðrið hefur verið vont og verðlag er hátt. Slíkt hefur ekki farið framhjá vinum undirritaðs á Facebook.

Veðrið, já blessað veðrið og verðið, já bölvað verðið. Veðrið hefur verið vont og verðlag er hátt. Slíkt hefur ekki farið framhjá vinum undirritaðs á Facebook. Kvöldstund eina settu fimm vinir inn stöðuuppfærslu þar sem þeir kvörtuðu undan kulda og trekki. Nokkrir í viðbót bölvuðu yfir verðlagi út af einhverri frétt um hátt matvælaverð á Íslandi.

Læk-in hrönnuðust inn. Eitt frá háðfugli sem sagði: „Það ætti bara að fara í mál við Veðurstofuna,“ og eftir fylgdi brosandi karl, til að sýna að hann væri nú að grínast. Annar sagði: „Það eru náttúrlega bara glæpamenn í verslun á Íslandi,“ en enginn broskarl. Bara grafalvarlegur punktur. En hvað átti manneskjan við? Eru kannski bara glæpamenn í verslun á Íslandi?

Þarna var blaðamaðurinn kominn í feitt. Ég fór umsvifalaust til vaktstjóra og bar þetta undir hann í reykfylltu bakherbergi. Hann þekkti Facebook eingöngu af afspurn þrátt fyrir áratuga reynslu af blaðamennsku en sagði engu að síður af innsæi. „Þetta er einhver vitleysa.“ Eftir nokkur símtöl við verslunareigendur var ég á sama máli. Verslunareigendur eru ekki allir glæpamenn. Gleymdi þessi Facebook-vinur kannski að setja inn broskarl á eftir fullyrðingu sinni? Þvílíkt ábyrgðarleysi.

Viðar Guðjónsson