Gras Sláttur hófst 27. maí og gengur vel. Stefnt er því að slá fjórar umferðir.
Gras Sláttur hófst 27. maí og gengur vel. Stefnt er því að slá fjórar umferðir. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árvökulir Reykvíkingar hafa tekið eftir því að grassláttur er fyrr á ferðinni í ár en í fyrra en hann hófst í lok maí.

Árvökulir Reykvíkingar hafa tekið eftir því að grassláttur er fyrr á ferðinni í ár en í fyrra en hann hófst í lok maí.

Það var í júlí á síðasta ári sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu þess efnis að gert yrði átak í grasslætti í Reykjavíkurborg en þá höfðu borgaryfirvöld verið gagnrýnd fyrir að hefja sláttinn seint. Þá hafði umferðum verið fækkað úr fimm í þrjár í kjölfar niðurskurðar. Guðjóna Björk Sigurðardóttir, skrifstofustjóri yfir rekstri og umhirðu borgarlands á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að ekki sé um neina stefnubreytingu að ræða.

„Eftir þessa miklu rigningartíð var komin svo mikil spretta í grasið að við ákváðum að ganga strax í það verk að slá. Sláttur hófst hinn 27. maí og gengur vel. Við stefnum á að fara fjórar umferðir á flestum svæðum í sumar og er það með svipuðu móti og undanfarin ár.“

mariamargret@mbl.is