Aðeins ein bílgerð önnur hefur komið betur út úr prófinu hjá Auto Bild en Kia Venga.
Aðeins ein bílgerð önnur hefur komið betur út úr prófinu hjá Auto Bild en Kia Venga.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Suður-kóreski bílsmiðurinn Kia kemur vel frá langtíma reynsluakstri blaðamanna þýska bílatímritsins Auto Bild á Venga-bílnum. Óku þeir honum samtals eitt hundrað þúsund kílómetra og hefur aðeins einn bíll bilað minna við slíkan reynsluakstur blaðsins.

Suður-kóreski bílsmiðurinn Kia kemur vel frá langtíma reynsluakstri blaðamanna þýska bílatímritsins Auto Bild á Venga-bílnum. Óku þeir honum samtals eitt hundrað þúsund kílómetra og hefur aðeins einn bíll bilað minna við slíkan reynsluakstur blaðsins.

Auto Bild framkvæmir nokkrar prófanir af þessu tagi á ári þar sem blaðamenn aka viðkomandi bíl á reynslutímabilinu minnst 100.000 kílómetra. Til þess þurfa þeir að aka viðkomandi bíl í um tvö ár.

Kia fagnar eflaust niðurstöðunni því af 97 bílum sem farið hafa í gegnum prófun af þessu tagi hjá tímaritinu hefur aðeins einn komið betur út en Venga, sem er fjölnotabíll af minni gerðinni, sem búinn var 1,4 lítra bensínvél.

Auto Bild bendir sérstaklega á, að meðan á öllum þessum akstri stóð hafi aldrei verið þörf fyrir að bæta olíu á vélina og gírkassinn hafi engin merki sýnt um slit. Ennfremur hafi ekki reynst nauðsynlegt að skipta um bremsuklossa á þessum 100.000 kílómetrum.

Þýsk prófunarstofnun, DEKRA, aðstoðar Auto Bild við langtímaprófanir þessar en í lok akstursins er viðkomandi bíll tekinn í sundur að verulegu leyti og einstakir hlutar hans rannsakaðir í krók og kring, jafnvel settir undir smásjá. Að þessu ollu loknu er það niðurstaða tímaritsins, að „hinn praktíski suður-kóreski bíll hefur hlotið draumaeinkunn og tæknilegur einfaldleiki hans gerir hann að fyrirmyndarbíl“.

agas@mbl.is