Groupon 12% hækkun á hlutabréfum Groupon á örfáum dögum er einkum skýrð með aukinni áherslu félagins á snjallsímaforrit og heimasíðu Grouon.
Groupon 12% hækkun á hlutabréfum Groupon á örfáum dögum er einkum skýrð með aukinni áherslu félagins á snjallsímaforrit og heimasíðu Grouon.
Fyrirtækið sem rekur afsláttarvefinn Groupon hefur hækkað um 12% frá seinasta fimmtudegi.

Fyrirtækið sem rekur afsláttarvefinn Groupon hefur hækkað um 12% frá seinasta fimmtudegi. Ross Sandler, greinandi hjá Deutsche Bank, færði hlutabréf í fyrirtækinu í kaupflokk vegna aukinnar áherslu á snjallsímaforrit og heimasíðu Groupon en fráhvarf frá daglegum tölvupóstum til notenda þjónustunnar.

GameStop, sem rekur tölvuleikjaverslanir víða um heim, lækkaði um 1,31% á þriðjudag eftir að hafa bætt við sig 3,94% í lok seinustu viku.

Rekja má hækkanir seinustu viku, að því er Wall Street Journal greinir frá, til fjölgunar á kaupendum sem binda vonir við að nýjar leikjatölvur frá Microsoft og Sony muni örva tölvuleikjasölu.

Þá lækkaði Time Warner Cable um 2,5% eftir að hafa hækkað hressilega á föstudag, eða um 8,1%. Þessi mikla hækkun kemur til vegna fréttar Bloomberg um að fjarskiptaveldið Liberty Media Corp hefði áhuga á að kaupa fyrirtækið til að standa betur að vígi í slagnum við Comcast Corp (sem meðal annars á NBC) á kapalsjónvarpsmarkaði.