Fjölmenni Fjöldi fólks hefur jafnan sótt kvennamessuna.
Fjölmenni Fjöldi fólks hefur jafnan sótt kvennamessuna. — Morgunblaðið/ Jim Smart
Kvenréttindadagurinn er í dag og af því tilefni mun Kvenréttindafélag Íslands leggja blómsveig að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.

Kvenréttindadagurinn er í dag og af því tilefni mun Kvenréttindafélag Íslands leggja blómsveig að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu verður klukkan fjögur í dag gengið fylktu liði frá Ráðhúsi Reykjavíkur að leiði Bríetar í Hólavallakirkjugarði en þar verða síðan flutt bæði stutt ávarp og tónlistaratriði. Að athöfninni lokinni verður síðan gengið að Hallveigarstöðum þar sem Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasambandið bjóða til kaffisamsætis kl. 17.

Þá mun árleg kvennamessa Kvennakirkjunnar fara fram við Þvottalaugarnar í Laugardal klukkan átta í kvöld. Þar mun séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predika. skulih@mbl.is