Styrkir Styrkþegar ásamt Jensínu Kristínu Böðvarsdóttur, framkvæmdastjóra við Landsbankann, og Guðrúnu Pétursdóttur, formanni dómefndar.
Styrkir Styrkþegar ásamt Jensínu Kristínu Böðvarsdóttur, framkvæmdastjóra við Landsbankann, og Guðrúnu Pétursdóttur, formanni dómefndar. — Landsbankinn
Landsbankinn hefur veitt fimm milljónir króna í umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði bankans. 15 styrkir voru veittir, fimm að upphæð 500 þúsund krónur og tíu að upphæð 250 þúsund krónur.

Landsbankinn hefur veitt fimm milljónir króna í umhverfisstyrki úr Samfélagssjóði bankans. 15 styrkir voru veittir, fimm að upphæð 500 þúsund krónur og tíu að upphæð 250 þúsund krónur. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að þetta sé í þriðja sinn sem bankinn veitir umhverfisstyrki. Alls bárust yfir 100 umsóknir.

Í tilkynningu segir að styrkjunum sé ætlað að styðja verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar. Byggja styrkirnir á stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð.

Á meðal þeirra sem hlutu 500 þúsund króna styrk voru samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs til að græða upp örfok á suðvesturbakka Kleifarvatns, Jón Sigurður Ólafsson til að gera fræðslurit um flóru og fánu ferskvatns á Íslandi og Vinir Þórsmerkur til að viðhalda gönguleiðum á brattlendi í Þórsmörk og Goðalandi.

Dr. Guðrún Pétursdóttir, formaður dómnefndar, segir ánægjulegt að sjá hvað margir séu að vinna að góðum umhverfistengdum verkefnum. Mikilvægt sé að að stöndug fyrirtæki leggi slíkri starfsemi lið. kij@mbl.is