Góðvinir Alexander Breki Auðarson og Hilmar Lúther Davíðsson hafa verið fastagestir í sumarbúðum lamaðra og fatlaðra barna í Reykjadal.
Góðvinir Alexander Breki Auðarson og Hilmar Lúther Davíðsson hafa verið fastagestir í sumarbúðum lamaðra og fatlaðra barna í Reykjadal.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Söfnunin gekk bara vel. Það safnaðist aðeins minna en í fyrra enda voru svolítið margar fjáraflanir í gangi á sama tíma fyrir hin ýmsu félög. Það vantar alltaf einhverjar milljónir upp á svo endar nái saman hjá Reykjadal árlega.

„Söfnunin gekk bara vel. Það safnaðist aðeins minna en í fyrra enda voru svolítið margar fjáraflanir í gangi á sama tíma fyrir hin ýmsu félög. Það vantar alltaf einhverjar milljónir upp á svo endar nái saman hjá Reykjadal árlega. Happdrættið var til styrktar sumarbúðum þar og æfingastöðinni við Háaleitisbraut sem er umfangsmesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna hér á landi,“ segir Berglind Sigurgeirsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, en félagið stóð fyrir fjáröflun 17. júní síðastliðinn sem rann óskert til félagsins. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur verið starfrækt í rúm sextíu ár og hefur frá upphafi verið frumkvöðull í þjónustu við fötluð börn og ungmenni.

„Það eru margir sem átta sig ekki á því að starfsemi okkar er í kringum börn og meginmarkmið okkar er að stuðla að aukinni orku, starfshæfni og velferð fólks með fötlun, einkum barna,“ segir Berglind. Hún tekur það fram að þó svo happdrættið sé búið þá sé alltaf hægt að styrkja félagið með því að leggja inn á reikning 526-04-250210 en til þess þarf kennitöluna 630269-0249.

„Við verðum síðan með fleiri fjáraflanir og happdrætti þegar líða fer að jólum,“ segir Berglind að lokum en einnig verður hægt að heita á félagið í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst næstkomandi.