Veiðar Frystitogari settur á ís. Er nú í sinni síðustu veiðiferð.
Veiðar Frystitogari settur á ís. Er nú í sinni síðustu veiðiferð.
Venus HF er nú í sinni síðustu veiðiferð fyrir HB Granda, en við heimkomu skipsins verður því lagt. Venus hefur nú verið aðallega við veiðar á Vestfjarðamiðum, farið austur í Húnaflóa og suður fyrir Víkurálinn.

Venus HF er nú í sinni síðustu veiðiferð fyrir HB Granda, en við heimkomu skipsins verður því lagt. Venus hefur nú verið aðallega við veiðar á Vestfjarðamiðum, farið austur í Húnaflóa og suður fyrir Víkurálinn.

„Þorskurinn þvælist alls staðar fyrir okkur, og það er mikið af honum,“ segir Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Venusi, á vef HB Granda. Guðmundur segir skipið aðallega hafa verið sent út til að veiða karfa og ufsa, en sem minnst af þorski og ýsu. Hann segir þá áætlun ekki samræmast tillögum fiskifræðinga því þorskurinn þvælist alls staðar fyrir. „Það er sama hvort reynt er við karfa út af Víkurálnum eða ufsa annars staðar, alls staðar er þorskur með,“ segir Guðmundur. Venus er frystitogari sem smíðaður var á Spáni árið 1973, en verður nú lagt 9. júlí. bmo@mbl.is