Joshua Kennedy
Joshua Kennedy
Ástralía, Íran og Suður-Kórea tryggðu sér í gær sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu á næsta ári.

Ástralía, Íran og Suður-Kórea tryggðu sér í gær sæti í lokakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu á næsta ári. Keppni í úrslitariðlum Asíu lauk í gær, Japan hafði þegar tryggt sér sigur í öðrum þeirra og Ástralir náðu öðru sætinu með því að sigra Írak, 1:0 í Sydney. Joshua Kennedy skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok.

Suður-Kórea er komin á HM í áttunda skiptið í röð þrátt fyrir 0:1 ósigur heima gegn Írönum, sem þar með unnu riðilinn og fara á HM í fjórða sinn.

Suður-Kórea slapp fyrir horn, á betri markatölu en Úsbekistan sem vann Katar 5:1. Úsbekar og Jórdanir fara í umspil um hvor þjóðin mætir fimmta liði Suður-Ameríku í úrslitum um sæti á HM. vs@mbl.is