Aron Kristjánsson
Aron Kristjánsson
Íslenska landsliðið í handknattleik karla verður annaðhvort með Dönum eða Norðmönnum í riðli þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópukeppnina í handknattleik karla á föstudaginn.

Íslenska landsliðið í handknattleik karla verður annaðhvort með Dönum eða Norðmönnum í riðli þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópukeppnina í handknattleik karla á föstudaginn. Danir, sem verða gestgjafar mótsins, hafa þegar stillt sér upp í A-riðil, sem liði úr fyrsta styrkleikaflokki. Jafnframt hefur verið ákveðið að Frakkar og Svíar, sem eru í öðrum styrkleikaflokki verða í riðli C og D. Ísland og Tékkland, hin liðin í öðrum styrkleikaflokki verða þar með annaðhvort í A- eða B-riðli. Norðmenn, eitt fjögurra liða í fjórða styrkleikaflokki verða í B-riðli. Með því að setja Frakka og Svía í C og D-riðil komast Danir einnig hjá því að mæta þeim í milliriðli. iben@mbl.is