<strong>Aðstaða</strong> Magnús G. Jóhannesson og Sigrún Fossberg við lyftuna.
Aðstaða Magnús G. Jóhannesson og Sigrún Fossberg við lyftuna.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Það er alveg ljóst að það þarf að endurskoða þau viðmið sem Sjúkratryggingar vinna eftir. Núverandi kerfi segir það aftur og aftur að fatlaðir eigi að búa helst einir og alls ekki að eiga stóra fjölskyldu.
„Það er alveg ljóst að það þarf að endurskoða þau viðmið sem Sjúkratryggingar vinna eftir. Núverandi kerfi segir það aftur og aftur að fatlaðir eigi að búa helst einir og alls ekki að eiga stóra fjölskyldu. Þeir sem vilja vera virkir þjóðfélagsþegnar lenda sífellt á veggjum eins og þessum. Samráð við hagsmunasamtök er til staðar en mætti auka til mikilla muna,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, um baráttu Magnúsar G. Jóhannessonar á Sauðárkróki við Sjúkratryggingar Íslands um að fá að fullu greiddan kostnað við uppsetningu á lyftu í íbúðarhúsi Magnúsar og fjölskyldu. Magnús hefur verið í hjólastól síðan hann lamaðist í vinnuslysi fyrir tveimur árum. Úrskurðarnefnd almannatrygginga staðfesti höfnun Sjúkratrygginga á að greiða kostnað við alla lyftuna, heldur aðeins milli tveggja hæða, ekki upp í herbergisálmu barnanna. Magnús íhugar að leita til umboðsmanns Alþingis.